Eins og kom fram fyrr í dag á handbolti.is þá tryggði íslenska landsliðið, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, sér sæti í úrslitum B-deildar Evrópumóts kvenna í Litáen í dag með sigri á Spánverjum, 32:31.
Handbolti.is fékk sendar nokkrar myndir frá leiknum frá Degi Steingrímssyni og Guðríði Guðjónsdóttur sem eru með landsliðinu för. Hluti þeirra er hér fyrir neðan.