- Auglýsing -
- Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson dómarar stóðu í ströngu við dómgæslu á leikjum í B-deild Evrópumóts kvenna síðustu daga. Þeir dæmdu sex leiki, síðast í gær viðureign Hvíta-Rússlands og Litáen. Eins og aðrir í íslenska hópnum í Klaipéda koma þeir félagar heim í dag eftir kærkomna upphitun fyrir Íslandsmótið í handknattleik sem hefst í næsta mánuði. Væntanlega verða þeir félagar eitthvað á ferli á næstunni á einhverjum af upphitunarmótunum hér heima.
- Arnór Atlason og lærisveinar í danska landsliðnu gerð jafntefli við Þjóðverja, 29:29, í lokaumferð D-riðils EM 19 ára landsliða karla í handknattleik í Króatíu í gær. Danska og þýska liðið voru örugg um sæti í milliriðli mótsins fyrir viðureignina í gær. Króatar og Portúgalar verða andstæðingar Þjóðverja og Dana í milliriðlum sem hefjast á morgun. Frakkar sátu eftir með sárt ennið og leika um níunda til sextánda sæti mótsins ásamt Noregi, Austurríki, Rússlandi, Ungverjalandi, Ísrael, Serbíu og Ítalíu.
Slóvenar fóru áfram með íslenska liðinu í átta liða úrslit úr A-riðli eftir sigur á Ítalíu, 31:29. Spánverjar og Svíar verða næstu andstæðingar Íslands og Slóveníu á mótinu. Íslenska liðið leikur við Svía á morgun.
- Óheppnin á ekki af sænska landsliðsmarkverðinum Mikael Appelgren að ganga. Hann þarf að gangast undir aðgerð á hné í byjun þessarar vikur og verður af þeim sökum ekki með Rhein-Neckar Löwen framan af keppnistímabilinu sem hefst í byrjun september. Appelgren missti af allri síðustu leiktíð vegna meiðsla.
- Auglýsing -