- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Geta sofnað með sigurbros á vör

Ólafur Andrés Guðmundsson fyrirliði IFK Kristianstad sem er efst og ósigrað í sænsku úrvalsdeildinni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Íslensku handknattleiksmennirnir þrír sem léku með liðunum sínum í kvöld í norsku úrvalsdeildinni geta farið með sigurbros á vör inn í draumalandið eftir góða sigra á andstæðingum sínum.

Ólafur Andrés Guðmundsson, fyrirliði IFK Kristianstad, skoraði fjögur mörk og Teitur Örn Einarsson eitt þegar liðið vann Önnereds, 33:20, á heimavelli sínum. Eins og tölurnar gefa til kynna var lítil spenna í viðureigninni.

Norski markvörðurinn Espen Christiansen, sem kom til IFK frá Minden í Þýskalandi í sumar, átti stórleik og var með 48% hlutfallsmarkvörslu.

Meiri spenna var í leik Alingsås og IF Hallby sem fram fór á heimavelli Alingsås. Aron Dagur Pálsson skoraði eitt mark fyrir Alingsås-liðið sem átti lengi vel undir högg að sækja. Lokakaflinn var hinsvegar æsilega spennandi en það voru heimamenn sem stigu sigurdansinn í lokin. Alingsås er þar með komið á blað í deildinni eftir tap í fyrstu umferð á laugardaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -