- Auglýsing -
Annar leikdagur á Hafnarfjarðarmótinu í handknattleik karla verður í dag. Eins og í fyrradag verður leikið í Kaplakrika. FH-ingar ríða á vaðið þegar þeir mæta Stjörnunni í leik sem hefst klukkan 18. Tveimur stundum síðar hefst viðureign Hauka og Aftureldingar.
Haukar unnu Stjörnuna, 34:29, á þriðjudaginn og FH lagði Aftureldingu, 31:27. Lokaumferð mótsins verður leikin á laugardaginn.
Áhorfendur eru velkomnir á leikina í Kaplakrika þar sem ítrustu sóttvarna verður gætt. Nægt pláss er í húsinu. Einnig verður hægt að fylgjast með leikjunum í beinni útsendingu á youtuberás FH – FH handbolti í beinni.

- Arnór Þór og liðsmenn taka þátt í úrslitahelgi bikarsins – mæta Magdeburg
- HK eitt í efsta sæti á nýjan leik – FH vann í Mosó
- Kaflaskipt í KA-heimilinu – Haukar sóttu tvö stig á Selfoss
- Allir hafa sína drauma og stefna hátt
- Ásgeir fer ekki bónleiður til búðar
- Auglýsing -


