Nýliðar Olísdeildar karla, Þór Akureyri, hafa samið við 27 ára gamlan serbneskan markvörð, Nikola Radovanovic, um að leika með liðinu á leiktíðinni sem framundan er.
Radovanovic verður þar með félagi Patreks Guðna Þorbergssonar í markinu hjá Þór eftir að Kristján Páll Steinsson hafði öðrum hnöppum að hneppa en að leika með Þórsurum vegna flutninga af landinu.
Patrekur Guðni gekk til liðs við Þór í sumar.
Radovanovic er 193 sentímetra hár og lék síðast með gríska liðinu Ionikos.
Þórsarar segja í tilkynningu að bundnar séu mikla vonir við Serbann á komandi leiktíð.
Þór hefur góða reynslu af serbnesku markvörðum. Jovan Kukobat var um árabil marvörður Þórsara við góðan orðstír.
Karlar – helstu félagaskipti 2025