Ungverska meistaraliðið One Veszprém er væntanlegt til Íslands 26. ágúst til fjögurra daga æfingabúða. Þeim mun ljúka með að liðið tekur þátt í kveðjuleik fyrir Aron Pálmarsson sem lagði keppnisskóna á hilluna í vor. Frá þessu er sagt í dagskrá félagsins fyrir ágústmánuð og handball-world segir m.a. frá.
Eftir því sem næst verður komist verður mikið um dýrðir í Kapakrika föstudaginn 29. ágúst þegar One Veszprém og FH mætast í kveðjuleik Arons. Auk handboltaleiksins verður vegleg dagskrá á boðstólum.
Aron lék með One Veszprém á síðasta tímabili og einnig frá 2015 til 2017 og varð þrisvar ungverskur meistari með liðinu.
Aron gat ekki kvatt félagið og stuðningsmenn í vor vegna þess að hann veiktist og missti af síðasta úrslitaleiknum við Pick Szeged á heimavelli. Að leiknum loknum tóku leikmenn Veszprém við sigurlaunum sínum.
Uppfært:
Nokkrum mínútum eftir að handbolti.is birti fréttina staðfesti FH um leikinn í tilkynningu: