- Auglýsing -

Þjóðverjar unnu EM 19 ára kvenna í fyrsta sinn – magnaður síðari hálfleikur

- Auglýsing -


Þýskaland varð í kvöld í fyrsta sinn Evrópumeistari kvenna í handknattleik í flokki 19 ára kvenna. Þýska landsliðið vann það spænska, 34:27, í úrslitaleik í Podgorica í Svartfjallalandi. Spánverjar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17:13. Þjóðverjar komust yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

Þýska liðið lék frábærlega í síðari hálfleik. Liðið bætti stöðugt í leik sinn á sama tíma og spænska liðið gaf eftir.


Þetta var önnur viðureign Spánverja og Þjóðverja á mótinu. Liðin mættust í riðlakeppninni snemma móts og skildu jöfn, 25:25, í eina jafnteflisleik mótsins.

Þjóðverjar unnu sjö leiki og gerðu eitt jafntefli á mótinu. Spánverjar unnu fimm viðureignir, gerðu eitt jafntefli en töpuðu tvisvar. Auk taps í úrslitaleiknum beið spænska liðið lægri hlut fyrir Svíum í milliriðlum.

Ótrúlegir yfirburðir Dana

Danir, silfurlið HM í fyrra, hafi ótrúlega yfirburði gegn Austurríki í bronsleiknum, lokatölur, 38:14. Austurríska liðið var algjörlega heillum horfið frá fyrstu mínútu. Ellefu marka munur var að loknum fyrri hálfleik, 17:6.

Töpuðu einum leik – 5. sæti

Frakkar töpuðu aðeins einum leik á mótinu en máttu engu að síður gera sér fimmta sætið að góðu. Eina tap franska lansliðsins á mótinu var gegn Austurríki í átta liða úrslitum, 20:19.

Úrslitaleikur: Þýskaland – Spánn 34:27 (13:17).
3. sætið: Danmörk – Austurríki 38:14 (17:6).
5. sæti: Frakkland – Svartfjallaland 30:28 (13:13).
7. sæti: Ungverjaland – Króatía 28:16 (12:8).
9. sæti: Rúmenía – Tékkland 36:21 (20:11).
11. sæti: Pólland – Serbía 31:27 (16:16).
13. sæti: Noregur – Svíþjóð 22:31 (9:17).
15. sæti: Íslandi – Tyrkland 36:24 (15:12).
17. sæti: Holland – Sviss 25:23 (17:15).
19. sæti: Færeyjar – Slóvenía 23:31 (13:15).
21. sæti: Finnland – Portúgal 27:32 (13:18).
23. sæti: Litáen – Norður Makedónía 38:39 (19:20).

Röð keppnisþjóða:

1. Þýskaland13.Svíþjóð
2. Spánn14.Noregur
3. Danmörk15.Ísland
4. Austurríki16.Tyrkland
5. Frakkland17.Holland
6. Sv.fj.land18.Sviss
7. Ungv.land19.Slóvenía
8. Króatía20.Færeyjar
9. Rúmenía21.Portúgal
10. Tékkland22.Finnland
11. Pólland23.N-Makedónía
12. Serbía24.Litáen
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -