Mikil óvissa ríkir um framtíð þýska meistaraliðsins HB Ludwigsburg eftir að rekstrarfélag þess, HB Ludwigsburg GmbH & Co. KG, óskað óvænt eftir gjaldþrotaskiptum í dag. Ekkert hefur heyrst frá stjórnendum félagsins í dag en Stuttgarter Zeitung greinir frá að tilkynning sér væntanleg í kvöld.
HB Ludwigsburg hefur orðið þýskur meistari í handknattleik undanfarin fjögur ár og unnið bikarkeppnina fjórum sinnum á síðustu fimm árum.
Aðeins eru þrír dagar síðan leikmenn HB Ludwigsburg komu saman til æfinga eftir sumarleyfi.
Ekki er ljóst hvort rekstrarfélagið dragi liðið með sér í fallinu eða hvort liðinu verði bjargað á einhvern hátt.
Auk þess að vinna þýsku deildina og bikarkeppnina í vor þá náði HB Ludwigsburg inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í vor. Margir landsliðsmenn víða úr Evrópu leika með félaginu.
Fyrir ári flutti félagið frá Bietigheim-Bissingen til Ludwigsburg og breytti nafni keppnisliðsins um leið.
Sebastian Götz, framkvæmdastjóri rekstrarfélagsins HB Ludwigsburg GmbH & Co. KG sem óskað hefur eftir gjaldþrotaskiptum, sagði starfi sínu lausu í vor. Enginn hefur ennþá verið ráðinn í stað Götz.