- Auglýsing -

Send í ótímabundið leyfi vegna leiðinda

- Auglýsing -


Christina Pedersen leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins Viborg og markahæsti leikmaður síðustu leiktíðar hefur verið send í ótímabundið leyfi frá æfingum hjá félaginu. Mikill órói hefur verið innan liðsins síðustu vikur og mánuði eftir því sem danskir fjölmiðlar segja frá. Með von um að hægt verði að lægja öldurnar var ákveðið að senda Pedersen í leyfi rétt eftir að undirbúningur hófst fyrir næsta keppnistímabil. 


Samkvæmt frétt TV2 í Danmörku munu flestir leikmenn Viborg hafa tilkynnt stjórnendum að þeir geti ekki hugsað sér að æfa með Pedersen vegna samskiptaörðugleika. Slíkt er hreint ómöguleg ástand í handknattleiksliði, eins og gefur að skilja. Virðist val stjórnenda Viborg standa á milli Pedersen og annarra leikmanna. Tilraunir til þess að lægja öldurnar á milli Pedersen annarsvegar og annarra í leikmannhópnum hafa ekki gengið sem skildi. Áfram verður unnið í að bera klæði á vopnin.

Fyrr á þessu ári framlengdi Pedersen samning sinn við Viborg til tveggja ára.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -