- Auglýsing -

Strákarnir koma heim með gullverðlaun

- Auglýsing -


Piltarnir í 17 ára landsliðinu í handknattleik karla koma heim með gullverðlaun frá Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í Norður Makedóníu. Þeir unnu þýska landsliðið, 28:25, í úrslitaleik eftir jafna stöðu í hálfleik, 14:14.


Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt landslið vinnur gullverðlaun í handknattleikskeppni Ólympíuhátíðarinnar sem haldin er annað hvert ár. Um leið var þetta fimmti sigur liðsins á hátíðinni en áður hefur liðið unnið Norður Makedóníu, Króatíu, Spán og Ungverjaland með töluverðum yfirburðum.

Auðvitað sungu strákarnir og stuðningsmenn „Ég er kominn heim“ með Óðni Valdimarssyni í leikslok. Dró enginn af sér við sönginn. Ljósmynd/HSÍ

Eyjapeyinn í ham

Íslensku piltarnir tóku yfirhöndina í jöfnum leik þegar á leið síðari hálfleik. Eyjapeyinn Sigurmundur Gísli Unnarsson kom í markið í síðari hálfleik og fór hreinlega hamförum. Upp úr því náði íslenska liðið yfirhöndinni sem það lét aldrei af hendi. Þýska liðinu tókst að minnka muninn í eitt mark þegar fjórar mínútur voru eftir, 25:24. Nær komust Þjóðverjar ekki.

Mörk Íslands: Gunnar Róbertsson 7, Anton Frans Sigurðsson 6, Patrekur Smári Arnarsson 3, Freyr Aronsson 3, Alex Unnar Hallgrímsson 3, Logi Finnsson 3, Bjarki Snorrason 2, Kári Steinn Guðmundsson 1.
Varin skot: Sigurmundur Gísli Unnnarsson 14, Anton Máni Francisco Heldersson 6.

Röðin þjóðanna á hátíðinni: 1. Ísland, 2. Þýskaland, 3. Króatía, 4. Ungverjaland, 5. Spánn, 6. Portúgal, 7. Noregur, 8. Norður Makedónía.

Markverðir:
Anton Máni Francisco Heldersson, Valur.
Sigurmundur Gísli Unnarsson, ÍBV.
Aðrir leikmenn:
Alex Unnar Hallgrímsson, Fram.
Anton Frans Sigurðsson, ÍBV.
Bjarki Snorrason, Valur.
Freyr Aronsson, Haukar.
Gunnar Róbertsson, Valur.
Kári Steinn Guðmundsson, Valur.
Kristófer Tómas Gíslason, Fram.
Logi Finnsson, Valur.
Matthías Dagur Þorsteinsson, Stjarnan.
Ómar Darri Sigurgeirsson, FH.
Örn Kolur Kjartansson, Valur.
Patrekur Smári Arnarsson, ÍR.
Ragnar Hilmarsson, Selfossi.

Þjálfari: Ásgeir Örn Hallgrímsson.
Þjálfari: Snorri Steinn Guðjónsson.
Þjálfari/flokksstjóri: Andri Sigfússon.

Stelpurnar unnu bronsið – frábær sigur á Hollandi

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -