Spánverjinn David Davis er mættur til leiks aftur við stjórnvölin hjá egypsku meisturunum Al Ahly, aðeins ári eftir að hann lét af störfum hjá félaginu til þess að taka við þjálfun rúmenska meistaraliðsins Dinamo Búkarest. Egypska meistaraliðið, sem einnig er Afríkumeistari félagsliða, hefur verið þjálfaralaust síðan í vor að Daninn Stefan Madsen lét af störfum eftir eins árs veru. Madsen er nú þjálfari PSG í Frakklandi.
Auk þess að þjálfa Al Ahly frá 2022 til 2024 var Davis landsiðsþjálfari Egyptalands frá 2018 til 2019. Hann þekkir því vel til í handboltanum í Afríku.
Hefur víða komið við
Eftir að afar góðum ferli sem handknattleiksmaður lauk hefur Davis víða koma komið við í þjálfun. Auk Al Ahly og egypska landsliðsins var Davis aðstoðarþjálfari Vardar í fjögur ár og þjálfaði um skeið kvennalið félagsins samhliða starfi með karlaliðið. Þá kom Davis að þjálfun rússneska karlalandsliðsins áður en hann varð landsliðsþjálfari Egyptalands 2018 til 2019 enda voru sterkt tengsl á milli Vardar Skopje og Rússlands á árum síðasta áratugar.
Davis var þjálfari One Veszprém í Ungverjalandi 2018 til 2021 en fór aftur til Vardar 2022 eftir að hafa verið látinn taka pokann sinn hjá ungverska stórliðinu. Hann festi ekki rætur á ný hjá Vardar og var aðeins í nokkra mánuði í starfi.
Stóð ekki undir væntingum
Þrátt fyrir góðan árangur í rúmensku deildinni og í bikarkeppninni á síðustu leiktíð þá þótti Dinamo Búkarest ekki standa undir væntingum stjórnenda í Meistaradeildinni. Strax í mars var ljóst að dagar Davis hjá Dinamo væru senn taldir. Eftir nokkra leit að starfi er Davis semsagt aftur kominn til Kaíró.