- Auglýsing -
Unglingalandsliðsmaðurinn Ómar Darri Sigurgeirsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Hann er rétthent skytta sem kemur upp úr yngri flokka starfi félagsins. Ómar Darri var í U17 ára landsliði Íslands sem vann gullverðlaun á Ólympíuhátíð æskunnar í Norður-Makedóníu fyrir viku.
„Við erum gríðarlega ánægð með að gera langtímasamning við Ómar. Hann er virkilega efnilegur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér og það verður gaman að fylgjast með honum vaxa og dafna í FH-treyjunni á næstu árum,” er haft eftir Ágústi Bjarna Garðarssyni, formanni handknattleiksdeildar FH í tilkynningu.
Sjá einnig: 16 ára og lék sinn fyrsta Evrópuleik – sjaldan fellur eplið langt frá eikinni
- Auglýsing -