- Auglýsing -

HM19-’25: Sigurinn var aldrei í hættu

- Auglýsing -


„Þetta gekk bara ljómandi vel. Ég vildi fá meiri baráttu í mína menn og þeir sýndu okkur hana. Sigurinn var aldrei í hættu,“ sagði Heimir Ríkarðsson þjálfari 19 ára landsliðs karla eftir 16 marka sigur á Sádi Arabíu í annarri umferð riðlakeppni HM í handknattleik í Kaíró í morgun, 43:27. Heimir sagðist hafa verið afar ánægður með fyrri hálfleik í viðureigninni en að honum loknum var staðan, 22:11.

Fyrri hálfleikur var betri

„Fyrri hálfleikurinn var mikið betri en sá síðari. Við vorum fastir fyrir í vörninni, fengum mörg hraðaupphlaupum og slitum okkur alveg frá þeim,“ sagði Heimir.

„Síðan kom rót á leikinn þegar farið var að rúlla mannskapnum í síðari hálfleik. Eins fóru Sádarnir í sjö manna sóknarleik og við skiptum yfir í fimm einn vörn. Okkur tókst að stela oft af þeim boltanum og skoraði að minnsta kosti átta mörk í tómt mark þeirra og láta þá aðeins bragða á eigin meðölum. Þar á meðal skoraði Sigurjón [Bragi Atlason] markvörður fimm mörk og var með fullkomna skotnýtingu,“ sagði Heimir.

Ekkert annað en sigur

Hlé verður á kappleikjum hjá íslenska liðinu á morgun áður en kemur að viðureigninni við Brasilíumenn á laugardaginn. Heimir sagði ekki hafa lagst yfir leik Brasilíumanna sem gerðu jafntefli við Sáda í gær, 26:26.

„Ég var meira að lesa í Sádana á þeirri upptöku sem við vorum með. Nú förum við að skoða brasilíska liðið. Við verðum að vinna leikinn á laugardaginn til þess að fara örugglega áfram með tvö stig,” sagði Heimir Ríkarðsson þjálfari U19 ára landsliðs karla í handknattleik í samtali við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -