Einar Rafn Eiðsson skrifaði í dag undir nýjan samning við handknattleiksdeild KA og verður nú spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og verður því Andra Snæ Stefánssyni þjálfara liðsins innan handar bæði innan sem utan vallar.
Einar Rafn sem er 35 ára gamall gekk í raðir KA fyrir tímabilið 2021-2022. Hann er mikill markaskorari og hefur tvívegis verið markakóngur Olísdeildarinnar sem leikmaður KA og einu sinni sem leikmaður FH. Þá jafnaði hann félagsmet KA þegar hann gerði 17 mörk gegn Gróttu þann 4. desember 2022 en metið á hann með Arnóri Atlasyni sem gerði 17 mörk í leik gegn Þór þann 11. nóvember 2003.
Áður en Einar Rafn gekk til liðs við KA hafði hann aflað sér mikillar reynslu m.a. sem leikmaður Hauka, FH og Fram fyrir utan að leika í Noregi um skeið.
Afar sterkt
„Það er afar sterkt að fá Einar inn í þjálfarateymið og verður gaman að sjá hvernig hann og Andri Snær vinna saman með spennandi KA lið á komandi vetri. Lagt verður upp með að spila á gildum KA og ljóst að kjarni liðsins verður byggður upp á öflugum KA mönnum og má með sanni segja að Einar Rafn sé búinn að sanna sig sem grjótharðan félagsmann á undanförnum árum. Það verður því spennandi að sjá hann í enn stærra hlutverki í vetur,” segir í tilkynningu KA.
Þjálfarar – helstu breytingar 2025