- Auglýsing -

Farangur á flakki – Nú horfir allt til betri vegar

- Auglýsing -


Fargi var létt af íslenska hópnum sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu 19 ára landsliða karla í handknattleik í Kaíró eftir miðnætti í kvöld að egypskum tíma þegar 11 af 12 töskum með farangri s.s. keppnis- og æfingafatnaði skiluðu sér á hótel hópsins.

Ein taska í óvissuferð

„Nú horfir allt til betri vegar,“ sagði Magnús Kári Jónsson farar- og liðsstjóri íslenska hópsins kátur í bragði við handbolta.is rétt eftir að hann hafði tekið við töskunum, fullviss um að þetta væri þær réttu. Ekki liggur fyrir nær síðasta taskan kemur í hendur Magnúsar Kára og félaga sem eiga eftir að vera í 10 daga í viðbót í Egyptalandi.

HM19-’25: riðlakeppni, úrslit og staðan

Brussel, Frankfurt, Kaíró

Töskurnar 12 voru skildar eftir í Brussel á mánudaginn þar sem íslenski hópurinn millilenti í borginni og hafði nærri þriggja tíma stanz á flugvellinum áður haldið var áfram til Kaíró. Voru leikmenn og þjálfarar aðeins með brýnasta varning s.s. keppnisskó og keppnisbúninga og æfingatreyjur í handfarangri. Allt annað var í töskunum sem skildar voru eftir. Magnús Kári sagði við handbolta.is við aftureldingu á miðvikudaginn að ekki mætti dragast úr hömlu að farangurstöskurnar skiluðu sér á leiðarenda. „Það er ljóst að við þolum ekki marga daga án þess að fá töskurnar og það sem í þeim er,“ sagði Magnús Kári.

Til stóð að þær bærust í gærkvöld en sú von brast og var jafnvel farið að örla á svartsýni.

Vegna þess stopulla flugferða milli Brussel og Kaíró eru voru töskurnar sendar frá Brussel til Frankfurt þar sem þær biðu eftir að laust pláss væri fyrir aukafarangur í vél frá Frankfurt til Kaíró.

HM19-’25: Ljóst að við þolum ekki marga daga

Yngri landslið – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -