- Auglýsing -

„Geggjuð frammistaða hjá stelpunum“

- Auglýsing -

„Þetta var bara geggjuð frammistaða hjá stelpunum,“ sagði Díana Guðjónsdóttir annar þjálfari U17 ára landsliðsins kvenna við handbolta.is eftir öruggan sigur á austurríska landsliðinu í næst síðasta leik liðsins á Evrópumótinu í Potgorica í Svartfjallalandi í kvöld, 31:27.


EM17-’25: Öruggur sigur annan daginn í röð – Noregur bíður á sunnudag

„Varnarleikurinn var áfram góður og beint framhald frá leiknum gegn Rúmeníu í gær. Auk þess var markvarslan áfram stöðug hjá okkur sem er frábært,“ sagði Díana sem var einnig ánægð með sóknarleikinn sem var agaður eftir örlítinn skjálfta á upphafsmínútum.

„Sóknarleikurinn var agaður og við spiluðum okkur í fullt af færum. Til viðbótar þá tóku allir leikmenn virkan þátt í leiknum sem sést best á að allir útspilararnir skoruðu,“ sagði Díana.

Tólfti leikurinn á 19 dögum

Leikurinn í kvöld var sá 12 hjá íslenska liðinu á 19 dögum því fyrir utan leikina sjö á EM þá tók liðið þátt í fimm leikjum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje áður en komið var til Svartfjallalands. Álagið hefur verið mikið.

„Við erum með leikmenn í frábæru standi,“ sagði Díana.

Verðum að leika vörn gegn Noregi

Framundan er leikur við norska landsliðið um 17. sætið á EM á sunnudaginn. Það verður önnur viðureign liðanna á mótinu. Noregur vann, 35:32, í milliriðlakeppninni. Díana segir ljóst að varnarleikurinn verður að vera góðu lagi gegn Noregi. „Við spiluðum enga vörn á móti þeim síðast.“

Yngri landslið – fréttasíða

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -