- Auglýsing -

Grikkir sektaðir vegna reykinga

- Auglýsing -


Reykingar mjög heilla rafta, sungu Stuðmenn fyrir nokkrum áratugum og víst er að þessu lífshættulegi ávani fylgir fólki ennþá. Því miður tíðkast ennþá í einhverju mæli að áhorfendur reyki á pöllum keppnishalla í Evrópu. Það hefur gríska liðið AEK Aþena m.a. fengið að sannreyna.


Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur sektað AEK um 5.000 evrur, jafnvirði liðlega 700 þúsund kr. fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að koma í veg fyrir reykingar áhorfenda á viðureign AEK og RK Partizan í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í lok mars.

Háar sektir og keppnisbann

Sektirnar bætast ofan á aðrar sektir sem AEK fékk í vor fyrir margskonar vandræði vegna þátttöku liðsins í Evrópubikarkeppninni, m.a. eftir að liðið hundsaði síðari úrslitaleik keppninnar gegn HC Alkaloid. Nema sektir AEK samtals nokkrum milljónum króna. Auk þess var liðið dæmt í tveggja ára bann frá þátttöku í Evrópumótum félagsliða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -