Slóvenska undrabarnið, sem svo hefur verið kallað, Aljuš Anžič, bætti heimsmet í markaskorun þegar hann skoraði 23 mörk í viðureign Slóvena og Noregs á HM 19 ára í Karíó í gær. Eins og handbolti.is sagði frá í gær þá þurfti Anžič, sem er 17 ára, aðeins 25 skot til þess að skora öll þessu mörk. Hann bætti 20 ára gamalt met Suður Kóreumannsins Eom Hyo-won sem skoraði 18 mörk í viðureign Suður Kóreu við sameiginlegt lið Serbíu og Svartfjallalands á HM 19 ára 2005.
Hér fyrir neðan er að finna samantekt með öllum mörkunum 23:
Óðinn Þór skoraði 15 mörk
Aðeins 11 handknattleiksmenn hafa skoraði 15 mörk eða fleiri í leik á HM 19 ára landslið frá fyrsta mótinu sem haldið var í Katar fyrir tveimur áratugum. Einn þeirra er Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður og hornamaður svissnesku meistaranna Kadetten Schaffhausen.
Óðinn Þór skoraði 15 mörk í 47:19 sigri Íslands á Venesúela 14. ágúst 2015 þegar HM fór fram í Rússlandi. Óðinn Þór varð annar markahæsti leikmaður mótsins þegar upp var staðið með 65 mörk, var fjórum á eftir Blaz Janc frá Slóveníu, og var valinn í úrvalslið mótsins með einvala liði handknattleiksmanna sem flestir hafa gert garðinn frægan á síðari árum. Má þar nefna Frakkana Melvyn Richardson og Ludovic Fabregas, Spánverjann Daniel Dujshebaev og áðurnefndan Janc.