„Þessi leikur var því miður mjög kaflaskiptur hjá okkur. Fyrri hálfleikurinn var sá besti hjá okkur í mótinu en á móti kom að síðari hálfleikurinn var sá versti,“ sagði Heimir Ríkarðsson þjálfari U19 ára landsliðs karla í handknattleik í samtali við handbolta.is í dag eftir tveggja marka tap fyrir danska landsliðinu, 32:30, í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Kaíró í Egyptalandi. Íslenska landsliðið mætir Ungverjum í krossspili um sæti fimm til átta á morgun, föstudag, klukkan 16.30.
„Allt hrundi hjá okkur, bæði vörn og sókn. Það fór bara allt í skrúfuna á báðum endum vallarins,“ sagði Heimir og bætti við að hvað sem hafi verið reynt hafi fátt tekist. „Af einhverjum ástæðum þá gekk bara ekkert upp,“ sagði Heimir sem var skiljanlega afar vonsvikinn eins og leikmenn liðsins og starfsmenn.
„Nú verðum við bara að bíta frá okkur í tveimur síðustu leikjum mótsins,“ sagði Heimir Ríkarðsson.
- Viðureign Íslands og Ungverjalans hefst klukkan 16.30 á morgun. Að vanda verður hægt að fylgjast með í streymi á handbolti.is og einnig í textalýsingu eins og fyrri viðureignum Íslands á heimsmeistaramótinu.
HM19-’25: Leikjadagskrá – leikir um sæti
HM19-’25: Náðu ekki í undanúrslit – tap fyrir Dönum
HM19-’25: Kljást við Ungverja á morgun
Yngri landslið karla – fréttasíða.