Valur heldur áfram sigurgöngu sinn í æfingaleikjum fyrir átökin í Olísdeild karla í handknattleik. Í dag lögðu Valsmenn lið Aftureldingar, 36:34, í hörkuleik í N1-höllinni á Hlíðarenda. Tveggja marka munur var einnig að loknum fyrri hálfleik, 20:18. Leikurinn þótt hin besta skemmtun og voru um liðlega 100 áhorfendur á viðureigninni sem hófst rétt fyrir hádegið í dag.
Þetta var þriðji sigur Vals í jafnmörgum viðureignum á 10 dögum.
Mörk Vals: Gunnar Róbertsson 6, Þorgils Jón Svölu Baldursson 6, Bjarni í Selvindi 5, Viktor Sigurðsson 5, Andri Finnsson 4, Agnar Smári Jónsson 3, Allan Norðberg 2, Kristófer Máni Jónasson 2, Björgvin Páll Gústafsson 1, Róbert Aron Hostert 1, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10.

Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 8, Harri Halldórsson 7, Ágúst Ingi Óskarsson 5, Igor Kopyshynskyi 4, Oscar Lykke 4, Sveinur Ólafsson 2, Ævar Smári Gunnarsson 2, Hallur Arason 1, Þorvaldur Tryggvason 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 13.