- Auglýsing -

HM19-’25: Egyptar sterkari á lokasprettinum – Ísland í 6. sæti

- Auglýsing -


Íslenska landsliðið hafnaði í sjötta sæti á heimsmeistaramóti 19 ára landsliða karla eftir tveggja marka tap, 33:31, fyrir heimamönnum í egypska landsliðinu í úrslitaleik um fimmta sætið í Kaíró í dag. Ísland var fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:12. Það dugði skammt þegar kom fram í síðari hálfleik. Heimamenn vel studdir af um 4.000 áhorfendum sneru taflinu við og voru sterkari þegar á leið.


Íslenska liðið getur engu að síður vel við unað að hafna í sjötta sæti þótt það hafi verið nærri að komast ennþá lengra á mótinu.

Íslenska liðið réði lögum og lofum í fyrri hálfleik, jafnt í vörn sem sókn. Langar sóknir og góður varnarleikur sló Egypta út af laginu.

Efri röð f.v.: Roland Eradze, Heimir Ríkarðsson, Jens Bragi Bergþórsson, Hrafn Þorbjarnarson, Marel Baldvinsson, Bessi Teitsson, Dagur Leó Fannarsson, Haukur Guðmundsson, Garðar Ingi Sindrason, Ingvar Dagur Gunnarsson, Dagur Árni Heimisson, Andrés Kristjánsson, Maksim Akbachev. Fremri röð f.v.: Andri Erlingsson, Daníel Montoro, Stefán Magni Hjartarson, Jens Sigurðarson, Sigurður Bragi Atlason, Elís Þór Aðalsteinsson, Ágúst Guðmundsson. Ljósmynd/HSÍ

Strax í upphafi síðari hálfleiks hófu Egyptar að leika maður á manni í vörninni, allt fram undir miðjan leikvöllinn. Forskot íslenska liðsins var komið niður í eitt mark, 19:18, eftir átta mínútur. Þá skipti íslenska liðið yfir í sjö manna sóknarleik. Hann gekk vel framan af og aftur náðist þriggja marka forskot, 22:19. Egyptar náðu hinsvegar að jafna metin, 22:22. Tvö markanna í autt íslenskt mark. Eftir það var leikurinn í járnum. Liðin skiptust á að um vera marki yfir allt þar til tvær mínútur voru eftir er Egyptar komst tveimur mörkum yfir. Þeim tókst að hanga á því forskoti til loka.


Mörk Íslands: Dagur Árni Heimisson 9, Ágúst Guðmundsson 6/2, Andri Erlingsson 5, Jens Bragi Bergþórsson 3, Marel Baldvinsson 3, Stefán Magni Hjartarson 2, Dagur Leó Fannarsson 1, Daníel Montoro 1, Elís Þór Aðalsteinsson 1.

Varin skot: Jens Sigurðarson 8, 22% – Sigurjón Bragi Atlason 1, 25%.

Ítarlegri tölfræði leiksins.

HM19-’25: Leikjadagskrá – leikir um sæti

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -