„Þetta spilaðist nokkurn veginn eins og við vildum. Á heildina litið góð liðsframmistaða,“ sagði Rúnar Kárason markahæsti leikmaður Fram með átta mörk þegar Íslandsmeistararnir hófu keppnistímabilið í Olísdeildinni með fjögurra marka sigri á FH í Kaplakrika í kvöld, 29:25.
„Við vorum þolinmóðir í sóknarleiknum og sóttu mörkin nokkuð dýrt, það var gæðastimpill á þessu, sóttum saman sem lið,“ sagði Rúnar ennfremur.
„Vörnin small betur saman í síðari hálfleik og Arnór var frábær í markinu. FH-ingar þurftu að hafa mikið fyrir því að komast í færi. Þegar þannig er þá er það staðreyndin að erfiðara verður að skora,“ sagði Rúnar en lengra viðtal er við hann í myndskeiði hér fyrir neðan.
FH – Fram, tölfræði HBStatz 25:29 (12:16).
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.