- Auglýsing -

Sigurinn sýnir hvað í okkur býr

- Auglýsing -


„Liðið mætti virkilega vel undirbúið til leiks. Við sáum það strax í byrjun vikunnar á æfingunum að strákarnir voru tilbúnir í verkefnið og þeir fylgdu því svo eftir á gólfinu í dag,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari Aftureldingar við handbolta.is í kvöld eftir sigur Mosfellinga á Haukum, 28:27, í fyrstu umferð Olísdeildar karla en leikið var á Ásvöllum.

Varnarleikurinn gaf tóninn

„Framlagið leikmann var gríðarlegt og þeir nutu sýn á vellinum. Varnarleikurinn okkar gaf tóninn og með þessa vinnusemi erum við gott varnarlið eins og við sýndum í dag,“ sagði Stefán sem skiljanlega í sjöunda himni með að leikmenn hans stóðust harða hríð sem Haukar gerðu að þeim á lokamínútum leiksins.

Áttum sigurin skilið

„Það var virkilega sterkt að ná að klára þetta. Við þurfum aðeins að skoða lokakaflann og meðal annars þessar þrjár brottvísanir sem við fáum á seinustu mínútunum. Það hleypti Haukunum nær okkur. Við stóðumst samt áhlaupið og mér fannst við eiga sigurinn skilinn,“ sagði Stefán og undirstrikaði mikið byggi í liði sínu. Hinsvegar verði strax að leiða hugann að næstu viðureign sem verður við HK á heimavelli í næstu viku.

Þetta er bara einn leikur

„Þessi sigur sýnir okkur hvað við getum. Það býr mikið í liðinu og við vitum hvert við erum að stefna. Við erum að búa til lið og það er sterkt að fá sigur strax í fyrsta leik. En við vitum líka að þetta er bara einn leikur og núna er verkefnið að byrja aftur og skila sömu vinnu fyrir leikinn á móti HK eftir viku,“ sagði Stefán Árnason þjálfari Aftureldingar eftir fyrsta sigurinn í Olísdeildinni eftir að hann tók við þjálfun þess í sumar.

Afturelding vann í háspennuleik á Ásvöllum

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -