- Auglýsing -

Nýliðarnir byrjuðu á sigri – ÍR-ingar heillum horfnir

- Auglýsing -


Nýliðar Þórs hófu þátttöku í Olísdeild karla með öruggum sigri á slökum ÍR-ingum í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld, 29:23. Þetta var fyrsti leikur Þór í Olísdeild karla í rúm fjögur ár. Sigur nýliðanna var aldrei í hættu. Þeir náðu mest 10 marka forskoti eftir 40 mínútna leik, 21:11. Staðan í hálfleik var 16:9, Þórsurum í dag.


ÍR-ingar sem voru þekktir fyrir leiftrandi sóknarleik á síðustu leiktíð voru sem slegnir út af laginu í viðureigninni í kvöld. Þeir lentu strax undir og náðu sér aldrei á flug. Vissulega gerði serbneski markvörður Þórs, Nikola Radovanovic, ÍR-ingum erfitt fyrir með stórleik sínum. Hann er hinsvegar ekki afsökun fyrir fjölda mistaka leikmanna ÍR að þessu sinni.

Daniel Birkelund þjálfari Þórs og leikmenn hans í ham á hliðarlínunni. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net

Þórsarar tóku leikinn föstum tökum snemma. Hafþór Már Vignisson var allt í öllu í sóknarleiknum gegn sínu gamla félagi og Þórður Tandi Ágústsson fór á kostum á línunni þann stundarfjórðung sem hann var með. Hann fékk rautt spjald fyrir ljótt brot á Bernard Kristján Owusu Darkoh. Bernard kom ekkert meira við sögu heldur en er vonandi ekki alvarlega meiddur.

Nikola Radovanovic markvörður Þórs var maður leiksins með nærri 50% hlutfallsmarkvörslu. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net

Eftir að hafa lent 10 mörkum undir í síðari hálfleik bitu leikmenn ÍR í skjaldarrendur um skeið, ekki síst í vörninni en það nægði ekki. Þórsarar héldu sínu striki af yfirvegun og unnu góðan sigur sem getur reynst dýrmætur þegar fram í sækir.


Mörk Þórs: Oddur Gretarsson 6/2, Þórður Tandri Ágústsson 5, Aron Hólm Kristjánsson 5/2, Hafþór Már Vignisson 4, Brynjar Hólm Grétarsson 3, Hákon Ingi Halldórsson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Hafþór Ingi Halldórsson 1.
Varin skot: Nikola Radovanovic 20/1, 48,8% – Patrekur Guðni Þorbergsson 0.

Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 5/3, Jökull Blöndal Björnsson 4/1, Róbert Snær Örvarsson 4, Eyþór Ari Waage 3, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Elvar Otri Hjálmarsson 2, Bernard Kristján Owusu Darkoh 1, Örn Kolur Kjartansson 1, Óðinn Freyr Heiðmarsson 1.
Varin skot: Alexander Ásgrímsson 6, 33,3% – Ólafur Rafn Gíslason 3, 15%.

Tölfræði HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -