- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Tveir Íslendingar mæta Fram – fyrsti leikur á heimavelli 14. október

- Auglýsing -


Eftir að forkeppni Evrópudeildar karla lauk á sunnudaginn er fyrir víst orðið ljóst hvaða liðum Fram mætir í riðlakeppni Evrópudeildar frá 14. október til 2. desember.  Víst var fyrir forkeppnina að portúgalska liðið, FC Porto yrði í D-riðli með Fram. Eftir forkeppnina bættust norsku meistararnir, Elverum, í hópinn og HC Kriens-Luzern frá Sviss. 

Fyrsti leikur Fram í riðlakeppninni verður gegn FC Porto í Lambhagahöllinni þriðjudaginn 14. október. Eftir það líða fjórar vikur uns leikmenn HC Kriens-Luzern mæta til Íslands 11. nóvember. Síðasti heimaleikur Fram í riðlakeppninni verður gegn Elverum þriðjudaginn 2. desember. 

Íslendingar mæta annað árið í röð

Landsliðsmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson leikur með FC Porto og Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson gekk til liðs við Elverum í sumar. Báðir koma þeir annað árið í röð til Íslands til leikja í Evrópudeildinni. Þorsteinn Leó og félagar í Porto mættu Val í Kaplakrika á síðasta ári í riðlakeppninni. Tryggvi kom nokkru síðari og var í liði IK Sävehof sem tókst á við FH í Evrópudeildinni, einnig í Kaplakrika.

Leikir Fram í Evrópudeildinni:
14. október: Fram - FC Porto.
21. október: Elverum - Fram.
11. nóvember: Fram - HC Kriens-Luzern.
18. nóvember: HC Kriens-Luzern - Fram.
25. nóvember: FC Porto - Fram.
2. desember: Fram - Elverum.
-Leiktímar hafa ekki verið skráðir.

Riðlaskipting:

Riðill A: SG Flensburg (Þýskaland), Potaissa Turda (Rúmenía), Saint-Raphaël (Frakkland), Bidasoa Irun (Spánn).

Riðill B: Montpellier (Frakkland), Ostrovia Ostrów Wielkopolski (Pólland), THW Kiel (Þýskaland), BSV Bern (Sviss).

Riðill C: Fraikin BM Granollers (Spánn), Grosist Slovan (Slóvenía), Skanderborg (Danmörk), CS Minaur Baia Mare (Rúmenía).

Riðill D: FC Porto (Portúgal), Fram (Ísland), Elverum (Noregur), HC Kriens-Luzern (Sviss).

Riðill E: MT Melsungen (Þýskaland), FTC-Green Collect (Ungverjaland), Benfica (Portúgal), HF Karlskrona (Svíþjóð).

Riðill F: IFK Kristianstad (Svíþjóð), HC Vardar 1961 (N-Makedónía), Fenix Toulouse (Frakkland), MRK Sesvete (Króatía).

Riðill G: Fredericia HK (Danmörk), Tatran Prešov (Slóvakía), Hannover-Burgdorf (Þýskaland), IK Sävehof (Svíþjóð).

Riðill H: Kadetten Schaffhausen (Sviss), RK Nexe (Króatía), ABANCA Ademar León (Spánn), RK Partizan (Serbía).


Íslendingar hjá öðrum liðum Evrópudeildarinnar en Fram:

Skanderborg: Kristján Örn Kristjánsson, Donni.
FC Porto: Þorsteinn Leó Gunnarsson.
Elverum: Tryggvi Þórisson.
MT Melsungen: Arnar Freyr Arnarsson og Reynir Þór Stefánsson.
Benfica: Stiven Tobar Valencia. 
HF Karlskrona: Arnór Viðarsson, Ólafur Andrés Guðmundsson. 
IFK Kristianstad: Einar Bragi Aðalsteinsson. 
Fredericia HK: Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Hannover-Burgdorf: Heiðmar Felixson.
IK Sävehof: Birgir Steinn Jónsson. 
Kadetten Schaffhausen: Óðinn Þór Ríkharðsson. 

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -