Lið 1. umferð Olísdeildar karla var valið af sérfræðingum Handboltahallarinnar í fyrsta uppgjörsþætti keppnistímabilsins sem fram fór í gær í Opinni dagskrá í sjónvarpi Símans.
Valur, Þór og Afturelding eiga tvo fulltrúa hvert í úrvalsliðinu sem framvegis verður valið af Handboltahöllinni eftir hverja umferð. Handboltahöllin er á dagskrá hvert mánudagskvöld klukkan 20.10 og er í umsjón Harðar Magnússonar.
Lið 1. umferðar Olísdeildar karla:
Hægra horn: Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu.
Hægri skytta: Rúnar Kárason, Fram.
Miðjumaður: Viktor Sigurðsson, Val.
Vinstri skytta: Bjarni Ófeigur Valdimarsson, KA.
Vinsta horn: Hannes Höskuldsson, Selfossi.
Línumaður: Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Val.
Markvörður: Nikola Radovanovic, Þór.
Varnarmaður: Brynjar Hólm Grétarsson, Þór.
Þjálfari umferðarinnar: Stefán Árnason, Aftureldingu.
Varamenn:
Arnór Máni Daðason, Fram, markvörður.
Jason Dagur Þórisson, Selfossi.
Morten Linder, KA.
Freyr Aronsson, Haukum.
Haukur Ingi Hauksson, HK.
Ívar Logi Styrmisson, Fram.
Kristján Ottó Hjálmsson, Aftureldingu.
Olísdeildir karla og kvenna – leikjadagskrá.