Lárus Helgi Ólafsson markvörður segir á huldu hvort hann standi í marki HK í Olísdeildinni á næstunni. Meiðsli setji strik í reikninginn. Því var fleygt á dögunum að Lárus Helgi hafi æft með HK og hugaði þar með að endurkomu á leikvöllinni eftir tveggja ára hlé. Tveir markverður HK eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla; Brynjar Vignir Sigurjónsson og Jovan Kukobat. Sá síðarnefndi er ekki væntanlegur til leiks fyrr en á nýju ári.
Kannski ekki alveg útilokað
„Það er bara óvíst hvernig þau mál enda. Ég er að glíma við eymsli í kálfa sem hafa verið að plaga mig í lengri tíma svo mér finnst það í raun ólíklegt en kannski ekki alveg útilokað,” svaraði Lárus Helgi fyrirspurn handbolta.is um hvort hann væri væntanlegur í slaginn með HK á næstunnni.
Lárus Helgi lék síðast með Fram. Hann þekkir aðeins til hjá HK eftir veru hjá félaginu fyrir rúmum áratug. Í desember 2014 vann Lárus Helgi það eftirminnilega afrek að verja sjö vítaköst í leik með HK gegn FH.
