- Auglýsing -
Hægri skyttan Igor Chiseliov verður gjaldgengur með Þór Akureyri þegar liðið sækir Íslandsmeistara Fram heim í Lambhagahöllinni á laugardaginn í 2. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Félagaskipti Chiseliov frá Radovis í Norður Makedóníu hafa hlotið blessun þar til bærra yfirvalda og staðfest á félagaskiptavef HSÍ.
Chiseliov er 33 ára gamall frá Moldóvu. Auk þess að leika í heimalandinu hefur hann verið hjá félagsliðum í Kósovó, Slóvakíu og nú síðast í Norður Makedóníu.
„Við bindum miklar vonir við nýjustu viðbót liðsins og erum spenntir að sjá hann á vellinum í vetur,“ sagði í tilkynningu Þórs þegar tilkynnt var um komu Chiseliov 26. ágúst.
- Auglýsing -