Til stendur að draga í Poweradebikarkeppni HSÍ á miðvikudaginn, eftir því fram kemur í tilkynningu í dag.
Í Powerade bikar kvenna eru eftirfarandi lið í pottinum:
Afturelding, FH, Fjölnir, Fram, Grótta, Haukar, HK, ÍBV, KA/Þór, Selfoss, Stjarnan, Valur, Víkingur og ÍR.
Íslandsmeistarar Vals sitja hjá ásamt Poweradebikarmeisturum Hauka.
Í Poweradebikar karla eru eftirfarandi lið í pottinum:
Afturelding, FH, Fram, Haukar, HK, ÍBV, KA, Selfoss, Stjarnan, Valur, ÍR og Þór.
Einnig verða í skálunum nöfn fjögurra sigurliða 32-liða úrslita en átta lið gera upp reikninga sína í 32-liða úrslitum á mánudag og þriðjudag.
Viðureignir 32-liða úrslita á mánudag og þriðjudag:
ÍBV 2 – Hörður, mánudagur kl. 19.30.
ÍH – Víkingur, þriðjudagur kl. 18.30.
Víðir – Grótta, þriðjudagur kl. 19.30.
Fjölnir – Hvíti riddarinn, þriðjudagur kl. 20.