- Auglýsing -
Ásrún Inga Arnarsdóttir verður ekki með Íslandsmeisturum Vals á leiktíðinni. Frá þessu segir Handkastið í dag. Ásrún Inga, sem lék með 19 ára landsliðinu á EM í sumar, meiddist í æfingaleik Vals og Stjörnunnar 27. ágúst. Komið hefur í ljós að hún sleit krossband.
Reikna má með að Ásrún Inga verði frá keppni næsta árið af þessum sökum.