-Auglýsing-

Stjarnan steinlá í Vestmannaeyjum

- Auglýsing -


ÍBV færðist upp að hlið Aftureldingar á topp Olísdeildar karla í handknattleik eftir stórsigur á Stjörnunni, 37:27, í Vestmannaeyjum í kvöld. Staðan var 19:15, ÍBV í hag þegar síðari hálfleikur hófst. Stjarnan er stigalaus eftir tvo fyrstu leikina.


Eyjamenn fór á kostum gegn Stjörnumönnum sem virtist fljótlega falla allur ketill í eld eftir að flautað var til leiks í síðari hálfleik. Þeir lentu mest 12 mörkum undir.

ÍBV lék 5/1 vörn sem Stjarnan átti fá svör við með þeim afleiðingum að liðið skoraði aðeins fimm mörk á fyrstu 15 mínútum síðari hálfleiks. Sóknarleikurinn var hraður og skemmtilegur. ÍBV-liðið lítur svo sannarlega vel út um þessar mundir og ljóst að breytingar Erlings Richardssonar þjálfara fyrir leiktíðina hafa ekki dregið þor og kraft úr liðinu.


Mörk ÍBV: Elís Þór Aðalsteinsson 7, Anton Frans Sigurðsson 6, Andri Erlingsson 5, Dagur Arnarsson 5, Sveinn José Rivera 5, Ívar Bessi Viðarsson 4, Jakob Ingi Stefánsson 2, Daníel Þór Ingason 1, Egill Oddgeir Stefánsson 1, Sigtryggur Daði Rúnarsson 1.
Varin skot: Ekkert skráð í HB ritarar.

Mörk Stjörnunnar: Daníel Karl Gunnarsson 4, Hans Jörgen Ólafsson 4, Jóel Bernburg 4, Barnabás Rea 3, Gauti Gunnarsson 2, Ísak Logi Einarsson 2, Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð 2, Pétur Árni Hauksson 2, Jóhannes Bjørgvin 2, Benedikt Marinó Herdísarson 1, Loftur Ásmundsson 1, Starri Friðriksson 1.
Varin skot: Ekkert skráð í HB ritarar.

Staðan í Olísdeildum og næstu leikir.

Tölfræði HBritara.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -