- Auglýsing -
Bikarmeistarar Fram mæta Víkingi í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla í handknattleik á gamla heimavelli Fram í Safamýri. Þar hefur Víkingur fyrir nokkru hreiðrað um sig. Dregið var í hádeginu.
Stórleikur umferðarinnar verður vafalaust á milli Hauka og Vals sem eigast við á Ásvöllum.
ÍBV 2, sem komst í 16-liða úrslit eftir háspennuleik við Hörð, fær aftur heimaleik í keppninni. KA-mönnum bíður það verkefni að sækja Eyjamenn heim.
Leikir 16-liða úrslita eiga að fara fram sunnudaginn 5. og mánudaginn 6. október.
Eftirtalin lið drógust saman:
Haukar – Valur.
Fjölnir – Stjarnan.
Afturelding – ÍBV.
ÍR – Þór.
HK – Selfoss.
Grótta – FH.
Víkingur – Fram.
ÍBV 2 – KA.