- Auglýsing -
Karolina Anna Olszowa sem lék með ÍBV frá 2019 þangað til í vor verður leikmaður gríska liðsins AC PAOK í vetur. Félagaskipti hennar hafa verið staðfest. Olszowa var meira og minna úr leik vegna meiðsla á síðasta tímabili. Samningur Olszowa við gríska liðið er til eins árs.
Landa Olszowa, Marta Wawrzynkowska markvörður, gekk til liðs við SPR Sośnica Gliwice í heimalandinu, Póllandi, í sumar eftir afar góð tímabil með ÍBV. Wawrzynkowska var að margra mati jafn besti markvörður Olísdeildar árum saman. Wawrzynkowska meiddist á hné í byrjun desember í fyrra og kom lítið við sögu eftir það.

- Auglýsing -