Haukar 2 gerðu sér lítið fyrir og lögðu Fjölni, 30:28, í annarri umferð Grill 66-deild karla í handknattleik í gærkvöld. Leikið var í Fjölnishöllinni. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik.
Fjölnir, sem féll úr Olísdeildinni í vor, hefur aðeins eitt stig eftir þrjár fyrstu viðureignir sínar í Grill 66-deildinni. Haukar 2 hrósuðu sigri í fyrsta sinn á tímabilinu.
Eftir jafna stöðu í hálfleik þá sigu Haukar framúr þegar á leið síðari hálfleik. Eftir miðjan hálfleikinn var ljóst að Haukar voru sterkari og sigur þeirra sanngjarn.
Fjórir leikir verða á dagskrá Grill 66-deildar í dag. Valur 2 tekur á móti Hvíta riddaranum, HBH mætir Víkingi, ÍH og HK eigast við og Fram 2 og Hörður leiða saman kappa sína.
Mörk Fjölnis: Heiðmar Örn Björgvinsson 6, Victor Máni Matthíasson 6, Elvar Þór Ólafsson 4, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 3, Viktor Berg Grétarsson 3, Alex Máni Oddnýjarson 2, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 2, Darri Þór Guðnason 1, Óli Fannar Pedersen 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 7.
Mörk Hauka 2: Helgi Marinó Kristófersson 9, Sigurður Bjarmi Árnason 5, Daníel Wale Adeleye 4, Gústaf Logi Gunnarsson 4, Ásgeir Bragi Bryde Þórðarson 3, Jónsteinn Helgi Þórsson 3, Daníel Máni Sigurgeirsson 2.
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 6.