-Auglýsing-

Grill 66 karla: Framarar skutust á toppinn – stórsigur í Víkings í Eyjum

- Auglýsing -

Fram 2 settist í efsta sæti Grill 66-deildar karla í dag með öruggum sigri á Ísfirðingum í liði Harðar, 37:29, í Lambhagahöllinni. Eftir tap aðalliðs Fram á Selfossi í gær í Olísdeildinni þá mætti ungt lið Fram til leiks í dag af mikilli grimmd og gaf ekkert eftir. Fremstur meðal jafningja var Breki Hrafn Árnason markvörður. Hann fór á kostum og varði 21 skot. Sló hann Ísfirðinga alveg út af laginu.

Víkingur vann stórsigur á HBH í Vestmannaeyjum, 38:26, og situr sem fastast í öðru sæti með fimm stig eftir þrjár viðureignir, alltént þangað til Grótta leikur á mánudaginn á heimavelli gegn Selfoss 2. Grótta mun með sigri færast upp að hlið Fram 2, stigi fyrir ofan Víkinga. Er á meðan er. Daði Bergmann Gunnarsson átti stórleik í marki Víkings með 20 skot.

Liðsmenn Hvíta riddarans hafa jafnað sig eftir tap fyrir Fjölni í bikarkeppninni. Þeir lögðu ungmennin í Val 2, 30:28, í N1-höllinni á Hlíðarenda í dag. Hinn efnilegi hægri hornamaður Mosfellinga, Brynjar Búi Davíðsson, var atkvæðamestur með sex mörk. Unglingalandsliðsmennirnir Bjarki Snorrason og Logi Finnsson létu mest að sér kveða hjá Val með sex mörk hvor.

Leikmenn ÍH voru kátir að loknu dagsverkinu. Þeir unnu sinn fyrsta leik í Grill 66-deildinni í Kaplakrika þegar HK 2 kom í heimsókn, 34:23. Bjarki Jóhannsson fór mikinn og skoraði 10 mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Úrslit dagsins

Fram 2 – Hörður 37:29 (19:13).

Mörk Fram 2: Arnþór Sævarsson 9, Alex Unnar Hallgrímsson 5, Max Emil Stenlund 5, Tindur Ingólfsson 5, Agnar Daði Einarsson 4, Daníel Stefán Reynisson 3, Gabríel Jónsson Kvaran 3, Egill Skorri Vigfússon 1, Kristófer Tómas Gíslason 1, Torfi Geir Halldórsson 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 21, Garpur Druzin Gylfason 5.

Mörk Harðar: Jose Esteves Lopes Neto 8, Endijs Kusners 7, Guilherme Carmignoli De Andrade 6, Jhonatan C. R. Dos Santos 2, Pavel Macovchin 2, Petr Hlavenka 2, Kei Anegayama 1, Stefán Freyr Jónsson 1.
Varin skot: Arturs Kugis 7, Stefán Freyr Jónsson 3, Hermann Alexander Hákonarson 1.

ÍH – HK 2 34:23 (17:8).

Mörk ÍH: Bjarki Jóhannsson 10, Brynjar Narfi Arndal 5, Ómar Darri Sigurgeirsson 5, Ari Valur Atlason 4, Róbert Dagur Davíðsson 3, Axel Þór Sigurþórsson 2, Gísli Jörgen Gíslason 2, Ingvar Dagur Gunnarsson 2, Chaouachi Mohamed Khalil 1.
Varin skot: Kristján Rafn Oddsson 9, Jóhannes Andri Hannesson 7.

Mörk HK 2: Styrmir Hugi Sigurðarson 5, Kristófer Stefánsson 4, Ingibert Snær Erlingsson 3, Júlíus Flosason 3, Pálmar Henry Brynjarsson 3, Mikael Máni Weisshappel Jónsson 3, Elías Ingi Gíslason 1, Tryggvi Jóhann Jónasson 1.
Varin skot: Egill Breki Pálsson 9, Patrekur Jónas Tómasson 2.

Valur 2 – Hvíti riddarinn 28:30 (12:18).

Mörk Vals 2: Bjarki Snorrason 6, Logi Finnsson 6, Dagur Leó Fannarsson 5, Daníel Montoro 5, Jóhannes Jóhannesson 3, Sigurður Atli Ragnarsson 2, Hrafn Þorbjarnarson 1.
Varin skot: Jens Sigurðarson 13, Jóhann Ágústsson 2.

Mörk Hvíta riddarans: Brynjar Búi Davíðsson 6, Alexander Sörli Hauksson 5, Andri Freyr Friðriksson 4, Aron Valur Gunnlaugsson 4, Kristján Andri Finnsson 3, Magnús Kári Magnússon 3, Daníel Bæring Grétarsson 2, Adam Ingi Sigurðsson 1, Haukur Guðmundsson 1, Leó Halldórsson 1.
Varin skot: Sigurjón Bragi Atlason 18.

HBH – Víkingur 26:38 (12:19).

Mörk HBH: Andri Erlingsson 9, Ívar Bessi Viðarsson 6, Egill Oddgeir Stefánsson 5, Hinrik Hugi Heiðarsson 3, Heimir Halldór Sigurjónsson 2, Jón Ingi Elísson 1.
Varin skot: Gabríel Ari Davíðsson 9, Helgi Þór Adolfsson 4.

Mörk Víkings: Ísak Óli Eggertsson 9, Kristófer Snær Þorgeirsson 8, Sigurður Páll Matthíasson 7, Stefán Scheving Th. Guðmundsson 4, Kristján Helgi Tómasson 3, Igor Mrsulja 2, Rytis Kazakevicius 2, Arnar Már Ásmundsson 1, Daði Bergmann Gunnarsson 1, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 1.
Varin skot: Daði Bergmann Gunnarsson 20, Hilmar Már Ingason 2.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Haukar fór með bæði stigin úr Fjölnishöllinni

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -