Grótta skoraði 51 mark í kvöld þegar liðið lagði Selfoss 2 í síðasta leik 3. umferðar Grill 66-deildar karla í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Gróttumenn unnu leikinn með 24 marka mun, 51:27, eftir að hafa verið 13 mörkum yfir í hálfleik, 29:16.
Með sigrinum settist Grótta í efsta sæti Grill 66-deildar með sex stig eftir þrjár viðureignir eins og Fram 2. Víkingur er stigi á eftir í þriðja sæti.
Mörk Gróttu: Tómas Bragi Lorriaux Starrason 8, Bessi Teitsson 6, Sæþór Atlason 6, Kári Kvaran 5, Ari Pétur Eiríksson 4, Antoine Óskar Pantano 4, Gísli Örn Alfreðsson 4, Þorgeir Bjarki Davíðsson 4, Kári Benediktsson 3, Sigurður Finnbogi Sæmundsson 3, Alex Kári Þórhallsson 1, Hannes Grimm 1, Hrafn Ingi Jóhannsson 1, Sigþór Gellir Michaelsson 1.
Varin skot: Hannes Pétur Hauksson 19, Þórður Magnús Árnason 4.
Mörk Selfoss 2: Hákon Garri Gestsson 8, Skarphéðinn Steinn Sveinsson 8, Anton Breki Hjaltason 4, Dagur Rafn Gíslason 3, Daníel Arnar Víðisson 2, Kristján Emanuel Kristjánsson 1, Ragnar Hilmarsson 1.
Varin skot: Einar Gunnar Gunnlaugsson 6, Ísak Kristinn Jónsson 1.