- Auglýsing -
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur sektað handknattleikssamband Litáen um 5.000 evrur, jafnvirði ríflega 700.000 kr vegna þess að búningar leikmanna 19 ára landsliðs kvenna voru ekki merktir með nöfnum í tveimur fyrstu leikjum Litáa á EM í Svartfjallalandi.
Annar af leikjunum tveimur var gegn íslenska landsliðinu en hinn var á móti Danmörku. Fyrir þriðja leikinn tókst Litáum að kippa málum í liðinn og lék lið þeirra mótið á enda í rækilega merktum búningum.
Litáar eiga þess kost að áfrýja sektinni innan viku.
- Auglýsing -