-Auglýsing-

Leikmenn höfðu fengið nóg af Guðmundi Þórði

- Auglýsing -

Margir leikmenn danska úrvalsdeildarliðsins Fredericia HK höfðu fengið sig fullsadda á Guðmundi Þórði Guðmundssyni þjálfara þegar honum var sagt upp í gærmorgun. Svo segir danski handboltavefurinn HBOLD. Óánægja leikmanna með þjálfarann er ekki ný af nálinni og þeir lengi verið ósáttir við stjórnhætti Guðmundar.

Hefur reynt á leikmenn

Samkvæmt heimildum HBOLD.dk hafa leikmenn um lengri tíma lýst yfir óánægju með stjórnunarstíl Guðmundar Þórðar. Samskiptin hafa reynt mikið á leikmannahópinn og tónninn fyrir luktum dyrum verið þungur.

HBOLD segir að þegar í vor var talað um að stjórnin væri að leita að öðrum kostum en ákveðið var að Guðmundur héldi áfram enda hafði hann náð mjög góðum árangri fyrstu árin hjá félaginu liðið m.a. leikið til úrslita um meistaratitilinn í Danmörku vorið 2024.

Fredericia tapaði níu af síðustu 10 leikjum sínum undir stjórn Guðmundar Þórðar í dönsku úrvalsdeildinni í lok síðasta tímabils og í upphafi þessa.

Hróp gerð að þjálfaranum

Eins og handbolti.is sagði frá á dögunum þá gætti óánægju á meðal stuðningsmanna Fredericia HK eftir tap á heimavelli fyrir Skanderborg. Stuðningsmenn liðsins gerðu þá m.a. hróp að Guðmundi og var a.m.k. einum vikið út úr keppnishöllinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -