TTH Holstebro, sem Arnór Atlason þjálfar og Jóhannes Berg Andrason leikur varð fyrsta liðið til þess að falla úr leik í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í kvöld. Holstebro tapaði fyrir Sønderjyske, 27:20, á heimavelli í Sydjysk Sparekasse Skansen að viðstöddum 1.417 áhorfendum.
Sønderjyske var með yfirhöndina frá upphafi til enda. Staðan var 15:11 að loknum fyrri hálfleik.
Matthias Dorgelo markvörður Sønderjyske reyndist leikmönnum TTH Holstebro mjög erfiður. Hann varði 20 skot, 51%, auk þess að skora tvö mörk.
Jóhannes Berg skoraði þrjú mörk í sex skotum og átti eina stoðsendingu. Jóhannes var markahæstur ásamt Magnus Bramming og Jonas Raundahl.
Frederik Tilsted var atkvæðamestur hjá heimaliðinu með 11 mörk.