-Auglýsing-

Darri hefur gengið til liðs við Hauka á nýjan leik – krefjandi ár eru að baki

- Auglýsing -

Darri Aronsson hefur gengið til liðs við Hauka á nýjan leik eftir þriggja ára veru hjá franska liðinu US Ivry. Í tilkynningu frá Haukum kemur fram að Darri stefni á að leika með Haukum á nýjan leik í Olísdeildinni. Hann lék síðast með Haukum keppnistímabilið 2021/2022.


Ferill Darra síðustu þrjú ár hefur verið þyrnum stráður. Hver meiðslin hafa rekið önnur með hverju bakslagi eftir annað allt frá því að hann ristarbrotnaði nokkrum dögum áður en flutt var til Parísar sumarið 2022.

„Þrátt fyrir álagsbrot og ítrekuð bakslög hefur hann sýnt ótrúlegt þol, þrautseigju og jákvætt hugarfar í gegnum endurhæfinguna. Nú er hann loksins farinn að æfa á ný og fögnum við því að fá hann aftur inn í hópinn,“ segir í tilkynningu frá Haukum í dag.

Langt og krefjandi ferðalag

„Það hefur verið langt og krefjandi ferðalag, en ég er þakklátur fyrir að vera kominn aftur á gólfið og hlakka til að taka af alvöru þátt í æfingum með strákunum,“ er haft eftir Darra í tilkynningu.

Darri Aronsson skokkar til leiks á EM 2022 með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Var í EM-hópnum

Darri var kallaður inn til æfinga hjá landsliðinu síðla árs 2021 og var einn þeirra sem bættist í landsliðshópinn á EM 2022 þegar margir landsliðsmenn greindust með covid og var skipað í einangrun meðan EM í Ungverjalandi stóð yfir. Tók Darri þátt í tveimur leikjum á EM, gegn Króatíu og Svartfjallalandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -