-Auglýsing-

Elín Klara lék á als oddi í stórsigri á meisturunum

- Auglýsing -

Elín Klara Þorkelsdóttir átti stórleik í sínum fyrsta leik með IK Sävehof í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Hún skoraði níu mörk og átti þrjár stoðsendingar þegar IK Sävehof kjöldró meistara síðasta tímabils, Skara HF, 40:23, á heimavelli í Partille. Elín Klara geigaði ekki á markskoti í leiknum.


Elín Klara lék á als oddi og kom það þess vegna engum í opna skjöldu þegar hún var valin sú besta í leikslok. Elín Klara gekk til liðs við IK Sävehof í sumar frá Haukum.

Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði tvö mörk og átti þrjár stoðsendingar fyrir Skara-liðið. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði ekki mark fyrir Skara en átti fimm stoðsendingar.

Berta Rut skoraði fjögur mörk

Berta Rut Harðardóttir átti fínan leik með Kristianstad HK í jafntefli við HK Aranäs á heimavelli, 27:27. Berta Rut skoraði fjögur mörk í fimm skotum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -