- Auglýsing -
Skanderborg, sem Kristján Örn Kristjánsson leikur með, komst í kvöld í átta liða úrslit dönsku bikarkeppninnar. Skanderborg vann stórsigur á Grindsted GIF, 30:20, á útivelli.
Donni lék afar vel og skoraði m.a. sex mörk í sjö skotum auk tveggja stoðsendinga. Tveir samherjar Donna skoruðu sex mörk hvor og voru þeir markahæstir leikmanna Skanderborg.