Fram 2 vann sinn fyrsta leik í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í dag. Fram lagði FH, 30:27, og skildi þar með Hafnarfjarðarliðið eitt eftir í botnsætinu án stiga þegar þrjár umferðir eru að baki.
Framarar voru einnig með þriggja marka forskot þegar fyrri hálfleikur var að baki.
Mörk Fram 2: Sóldís Rós Ragnarsdóttir 9, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 6, Sara Rún Gísladóttir 6, Elín Ása Bjarnadóttir 4, Sylvía Dröfn Stefánsdóttir 4, Natalía Jóna Jensdóttir 1.
Varin skot: Arna Sif Jónsdóttir 21.
Mörk FH: Thelma Dögg Einarsdóttir 11, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 4, Ísabella Jórunn Mueller 4, Fanney Þóra Þórsdóttir 2, Telma Medos 2, Dagný Þorgilsdóttir 1, Elísa Björt Ágústsdóttir 1, Eva Guðrúnardóttir Long 1, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1.
Varin skot: Szonja Szöke 22.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.