-Auglýsing-

Færeyingar hafa valið hópinn fyrir Íslandsförina

- Auglýsing -

Claus Leth Mogensen og Simon Olsen landsliðsþjálfarar Færeyja í handknattleik kvenna hafa valið þá 16 leikmenn sem mæta íslenska landsliðinu og því svartfellska í fyrstu tveimur umferðum undankeppni Evrópumóts kvenna. Færeyska landsliðið kemur hingað til lands um miðjan næsta mánuð og mætir íslenska landsliðinu í fyrstu umferð undankeppninnar á Ásvöllum miðvikudaginn 15. október kl. 19.30.


Tíu af 16 leikmönnum færeyska landsliðsins leika utan heimalandsins, helst í Danmörku en einnig í Noregi.

Eftir viðureignina hér á landi tekur færeyska landsliðið á móti svartfellska landsliðinu í þjóðarhöllinni, við Tjarnir, laugardaginn 18. október. Um líkt leyti verður íslenska landsliðið að kljást við portúgalska landsliðið ytra.

Færeyska landsliðið, eins og það íslenska, tekur þátt í HM í Þýskalandi og Hollandi síðla í nóvember og í byrjun desember.


Markverðir:
Rakul Wardum, Ringkøbing Håndbold.
Gylta Djurhuus á Neystabø, Kyndil.

Aðrir leikmenn:
Elsa Egholm, Ajax København.
Jana Mittún, Viborg HK.
Maria Pálsdóttir Nólsoy, HH Elite.
Maria Halsdóttir Weyhe, H71.
Marita Mortensen, HØJ.
Lív Bentsdóttir Zachariasen, Ajax København.
Súna Krossteig Hansen, Skanderborg Håndbold.
Lív Sveinbjørnsdóttir Poulsen, VÍF.
Karin Egholm, H71.
Anna Elisabeth Halsdóttir Weyhe, H71.
Rannvá Olsen, Ejstrup/Hærvejen.
Pernille Brandenborg, Storhamar.
Vár Bentsdóttir Zachariasen, Ajax København.
Bjarta Osberg Johansen, Kyndil.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -