Síðari hálfleikur í viðureign Selfoss og KA/Þórs í þriðju umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik var hreint ótrúlegur. Sveiflur voru miklar. Selfoss vann upp fimm marka forskot KA/Þórs og náði þriggja marka forskoti áður en allt fór í skrúfuna á síðustu 10 mínútunum. KA/Þórsliðið gekk á lagið og tryggði sér sigurinn.
„Svakalega dýrt í fjögurra stiga leik,“ sagði Vignir Stefánsson sérfræðingur Handboltahallarinnar um frammistöðu Selfossliðsins.
Farið var yfir lokakafla leiksins í Handboltahöllinni á síðasta mánudag. Samantekt frá síðustu mínútunum er í myndskeiði hér fyrir ofan.
Handboltahöllin er vikulegur þáttur um handbolta karla og kvenna og er á dagskrá sjónvarps Símans á mánudagskvöldum klukkan 20.10. Umsjónarmaður er Hörður Magnússon.
Fjórða umferð Olísdeildar kvenna hefst í kvöld með tveimur viðureignum.
Olísdeild kvenna, 4. umferð:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Selfoss, kl. 18.30.
Hekluhöllin: Stjarnan – Valur, kl. 19.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.