Tómas Bragi Lorriaux Starrason tryggði Gróttu dramatískan sigur á Fjölni með svokölluðu flautumarki á síðustu sekúndu, 29:28, í viðureign liðanna í Grill 66-deild karla í handknattleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Tómas Bragi skoraði beint frá miðju vallarins áður en Bergur Bjartmarsson markvörður Fjölnis náði að komast í markið.
Fjölnir var manni færri í síðustu sókn eftir að Victori Mána Matthíassyni var vikið af leikvelli hálfri mínútu fyrir leikslok er hann gerðist brotlegur og Grótta fékk vítakast. Gunnar Hrafn Pálsson skoraði 28. mark Gróttu úr vítakast, 28:27.
Etir leikhlé stilltu Fjölnismenn upp í sókn sex á móti sex en voru með mark sitt tómt. Sóknin gekk upp og Þorleifur Rafn Aðalsteinsson jafnaði metin fimm sekúndum fyrir leikslok, 28:28.
Gróttumen voru fljótir að hugsa. Hannes Pétur Hauksson kastaði boltanum fram á miðjuna til Tómasar Braga sem hikaði ekki við kasta rakleitt í átt að marki Fjölnis og boltinn söng í netinu í þann mund sem leiktíminn rann út.

Grótta komst þar með stigi upp fyrir Víking með 12 stig eftir sjö leiki. Víkingur á leik inni á Gróttu, gegn Herði á Ísafirði á morgun klukkan 16.
Grótta var fimm mörkum yfir í hálfleik, 18:13.
Mörk Gróttu: Gunnar Hrafn Pálsson 8, Kári Kvaran 6, Gísli Örn Alfreðsson 5, Ari Pétur Eiríksson 3, Sæþór Atlason 2, Tómas Bragi Lorriaux Starrason 2, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Hannes Grimm 1.
Varin skot: Hannes Pétur Hauksson 13.
Mörk Fjölnis: Brynjar Óli Kristjánsson 7, Heiðmar Örn Björgvinsson 7, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 6, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 5, Viktor Berg Grétarsson 2, Darri Þór Guðnason 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 15.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.