- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Fram hefur keypt Viktor Sigurðsson frá Val

- Auglýsing -

Fram hefur keypt handknattleiksmanninn Viktor Sigurðsson frá Val. Gengið var frá kaupunum í gærkvöld en Fram tilkynnti félagaskiptin í kvöld. Vonir standa til þess að Viktor verði gjaldgengur með Fram í fyrsta sinn annað kvöld þegar Fram tekur á móti Elverum í annarri umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í Lambhagahöllinni.

Miðasala á Fram – Elverum á stubb.is

Margir meiddir

Margir leikmenn Fram eru úr leik um þessar mundir vegna meiðsla. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, sem kom til félagsins á dögunum frá Sandefjord, nefbrotnaði á föstudaginn á fyrstu mínútu viðureignarinnar við ÍR. Fyrir eru á sjúkralista Dánjal Ragnarsson, Magnús Øder Einarsson og Marel Baldvinsson. Sá síðastnefndi mun ekkert koma við sögu á tímabilinu vegna krossbandaslits.

Framarar búa sig undir að meiðslalistinn lengist

Leitað liðsauka

Framarar hafa leitað að liðsauka síðustu vikur en ekkert orðið ágengt ef undan er skilinn Dánjal sem kom rétt áður en tímabilið hófst. Eftir að Þorsteinn Gauti nefbrotnaði var ljóst að grípa yrði strax í taumana. Niðurstaðan mun hafa orðið sú að kaupa Viktor undan samningi við Val en Framarar munu hafa falast eftir honum um það leyti sem leiktíðin hófst en ekki orðið ágengt.

Meðal nýrra samherja Viktors hjá Fram verður bróðir hans, Theodór og frændi Rúnar Kárason. Faðir Viktors og móðir Rúnars eru systikini.


Noregsmeistararnir mæta í Lambhagahöllina

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -