Haukar 2 og Fram 2 eru jöfn að stigum í þriðja til fjórða sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik með 12 stig hvort eftir að hafa unnið viðureignir sína í 9. umferð deildarinnar í dag. Haukar 2 lögðu neðsta lið deildarinnar, HK 2, 35:25, í Kórnum í Kópavogi. Framarar unnu Fjölni, 37:34, í Lambhagahöllinni.
Max Emil Stenlund var markahæstur Framara með 11 mörk. Garpur Druzin Gylfason var öflugur í marki Fram-liðsins. Hann varði 17 skot og reyndist Fjölnismönnum óþægur ljár í þúfu.
Heiðmar Örn Björgvinsson skoraði 10 mörk fyrir Fjölnisliðið sem hefur nú dregist nokkuð aftur úr allra efstu liðum deildinnar með sín sjö stig.
Ari Dignus Maríuson átti stórleik í marki Hauka 2 gegn HK. Hann varði 15 skot og skoraði auk þess tvö mörk.
Bjarki Jóhannsson lék á als oddi með ÍH í naumum sigri á HBH, 35:33, í Kaplakrika. Bjarki skoraði 13 mörk.
Ívar Bessi Viðarsson og Hinrik Hugi Heiðarsson létu mest til sín taka hjá HBH. Ívar Bessi skoraði sjö mörk og Hinrik Hugi sex mörk af línunni.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Fram 2 – Fjölnir 37:34 (19:17).
Mörk Fram 2: Max Emil Stenlund 11, Agnar Daði Einarsson 6, Arnþór Sævarsson 4, Dagur Árni Sigurjónsson 4, Sigurður Bjarki Jónsson 4, Alex Unnar Hallgrímsson 3, Gabríel Jónsson Kvaran 3, Egill Skorri Vigfússon 2.
Varin skot: Garpur Druzin Gylfason 17.
Mörk Fjölnis: Heiðmar Örn Björgvinsson 10, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 7, Alex Máni Oddnýjarson 7, Brynjar Óli Kristjánsson 2, Darri Þór Guðnason 2, Kristján Ingi Kjartansson 2, Júlíus Flosason 2, Viktor Berg Grétarsson 1, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 9, Pétur Þór Óskarsson 2.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
HK 2 – Haukar 2 25:35 (13:19).
Mörk HK 2: Ingibert Snær Erlingsson 6, Kristófer Stefánsson 5, Mikael Máni Weisshappel Jónsson 5, Styrmir Hugi Sigurðarson 4, Elías Ingi Gíslason 3, Hallgrímur Orri Pétursson 1, Júlíus Elfar Valdimarsson 1.
Varin skot: Patrekur Jónas Tómasson 7, Egill Breki Pálsson 3.
Mörk Hauka 2: Daníel Máni Sigurgeirsson 6, Daníel Wale Adeleye 6, Jón Karl Einarsson 6, Helgi Marinó Kristófersson 4, Sigurður Bjarmi Árnason 4, Ari Dignus Maríuson 2, Helgi Marinó Kristófersson 2, Jónsteinn Helgi Þórsson 2, Egill Jónsson 1, Gústaf Logi Gunnarsson 1, Sigurður Rafnsson 1.
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 15, Birnir Hergilsson 1.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
ÍH – HBH 35:33 (16:20).
Mörk ÍH: Bjarki Jóhannsson 13, Ari Valur Atlason 6, Þórarinn Þórarinsson 4, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 3, Eyþór Örn Ólafsson 2, Róbert Dagur Davíðsson 2, Sigfús Hrafn Þormar 2, Veigar Snær Sigurðsson 2, Daníel Breki Þorsteinsson 1.
Varin skot: Kristján Rafn Oddsson 13.
Mörk HBH: Ívar Bessi Viðarsson 7, Hinrik Hugi Heiðarsson 6, Adam Smári Sigfússon 5, Heimir Halldór Sigurjónsson 5, Egill Oddgeir Stefánsson 3, Anton Frans Sigurðsson 2, Ólafur Már Haraldsson 2, Andrés Marel Sigurðsson 1, Andri Magnússon 1, Andri Snær Andersen 1.
Varin skot: Gabríel Ari Davíðsson 10, Helgi Þór Adolfsson 4.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Grill 66-deild karla – fréttasíða.




