Sandra Erlingsdóttir tryggði ÍBV sigur á Fram, 34:33, í síðasta leik sjöundu umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik í Lambhagahöllinni í kvöld. Sandra skoraði sigurmarkið úr vítakasti þegar hálf mínúta var til leiksloka. Fram átti síðustu sókn leiksins en lánaðist ekki að jafna metin, Amalia Frøland markvörður ÍBV sá til þess.
Sigurinn færði ÍBV upp að hlið ÍR í annað til þriðja sæti deildarinnar. Hvort lið hefur 10 stig. Valur er tveimur stigum á undan í efsta sæti. Fram situr í sjötta sæti með fimm stig.
ÍBV var sex mörkum yfir í hálfleik, 20:14, í Lambhagahöllinni, og virtist ætla að vinna öruggan sigur. Þrettán mínútum fyrir leikslok var ÍBV sjö mörkum yfir, 31:24. Fram-liðið hrökk í gang og skoraði fimm mörk í röð. Fimm mínútum fyrir leikslok var hlaupin spenna í viðureignina og Fram aðeins tveimur mörkum undir, 31:29. Eftir það var leikurinn jafn síðustu mínúturnar og mikil spenna.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Mörk Fram: Dagmar Guðrún Pálsdóttir 7, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 6, Hulda Dagsdóttir 6/3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 4/3, Valgerður Arnalds 3, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Íris Anna Gísladóttir 1, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 15/1, 31,3% – Andrea Líf Líndal 0.
Mörk ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 12/6, Birna Berg Haraldsdóttir 10, Birna María Unnarsdóttir 3, Ásdís Halla Hjarðar 3, Agnes Lilja Styrmisdóttir 2, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 1, Amelía Dís Einarsdóttir 1.
Varin skot: Amalia Frøland 13/1, 28,9% – Ólöf Maren Bjarnadóttir 0.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.




