- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Þriðji sigur Aftureldingar í röð

- Auglýsing -

Afturelding vann þriðja leik sinn í röð í Grill 66-deild kvenna í kvöld þegar liðið lagði Víking, 26:22, í Safamýri. Staðan var jöfn í hálfleik, 12:12. Víkingur situr áfram í þriðja sæti deildarinnar og hefur átta stig að loknum sjö leikjum. Afturelding færðist upp í fjórða sæti með stigin sín sex en liðið hefur ekki tapað leik í deildinni í mánuð.


Víkingur byrjaði leikinn betur en þegar kom fram yfir fyrsta þriðjung leiktímans í fyrri hálfleik jafnaðist leikurinn. Víkingur var lengst af með naumt frumkvæðið. Afturelding komst fyrst yfir í stöðunni, 11:10.

Áfram var jafnt á nánast öllum tölum fram eftir síðari hálfleik. Víkingur framan af á undan að skora.

Aftureldingarliðið færði sér vel í nyt að vera manni fleiri þegar sjö til átta mínútur voru til leiksloka og skoraði tvö mörk á þeim kafla gegn engu frá Víkingum. Þar með náði Afturelding þriggja marka forystu. Víkingi tókst að minnka muninn í eitt mark, 23:22. Nær komust leikmenn Víkings ekki. Aftureldingarliðið var beittara á allra síðustu mínútunum þrátt fyrir að vera manni færri síðustu 90 sekúndurnar.

Susan Ines Barinas Gamboa var allt í öllu í liði Aftureldingar, jafnt í vörn sem sókn og lék hvíldarlítið.

Staðan og næstu leikir.


Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 7, Emilía Ína Burknadóttir 4, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 3, Hafdís Shizuka Iura 3, Valgerður Elín Snorradóttir 3, Hildur Guðjónsdóttir 1, Sunna Katrín Hreinsdóttir 1.
Varin skot: Klaudia Katarzyna Kondras 11.

Mörk Aftureldingar: Susan Ines Barinas Gamboa 9, Agnes Ýr Bjarkadóttir 5, Katrín Helga Davíðsdóttir 4, Ásdís Halla Helgadóttir 2, Halldóra Ástrós Guðmundsdóttir 2, Katrín Erla Kjartansdóttir 2, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 1, Úlfhildur Tinna Lárusdóttir 1.
Varin skot: Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 4, Áslaug Ýr Bragadóttir 3.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -